Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. janúar 2018 09:48
Magnús Már Einarsson
Tveir nýliðar til viðbótar með kvennalandsliðinu til La Manga
Andrea Mist Pálsdóttir.
Andrea Mist Pálsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiriksdóttir.
Hlín Eiriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur gert tvær breytingar á hóp liðsins sem heldur til La Manga á fimmtudaginn og leikur þar við Noreg 23. janúar.

Elín Metta Jensen og Sigríður Lára Garðarsdóttir eru meiddar og í þeirra stað koma inn Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA, og Hlín Eiríksdóttir, Val.

Andrea og Hlín eru báðar nýliðar í landsliðshópnum en í upphaflega hópnum var Guðný Árnadóttir varnarmaður FH einnig nýliði. Anna Rakel Pétursdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir eiga einnig 0 landsleiki að baki en þær hafa áður verið í hópnum. Fimm leikmenn í hópnum eiga því möguleika á að spila sinn fyrsta landsleik á La Manga.

Markverðir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn
Rakel Hönnudóttir, LB07
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Guðný Árnadóttir, FH

Miðjumenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Sandra María Jessen, Slavia Prag
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA

Sóknarmenn
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Berglind Björg Þorvalsdóttir, Verona
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Hlín Eiríksdóttir, Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner