banner
   þri 16. janúar 2018 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útlit fyrir að Amdanda Staveley kaupi ekki Newcastle
Amanda Staveley hefur verið í viðræðum um að kaupa Newcastle.
Amanda Staveley hefur verið í viðræðum um að kaupa Newcastle.
Mynd: Getty Images
Viðræður Amanda Staveley um kaup á Newcastle hafa tekið enda samkvæmt heimildum Sky Sports.

Mike Ashley, núverandi eigandi hefur verið að reyna að selja félagið síðan í haust og hafa viðræður við Staveley og fjárfestahóp hennar staðið yfir undanfarnar vikur.

Samkvæmt heimildarmanni Sky Sports, sem er góðu sambandi við Mike Ashley, er viðræðunum lokið.

„Það er það rétta í stöðunni að láta stuðningsmenn vita að það er ekkert tilboð á borðinu og engar viðræður eru í gangi við Amanda Staveley og hennar fjárfesta," sagði heimildarmaðurinn.

Heimildarmaðurinn bætti því við að viðræðurnar hefðu verið ,þreytandi, ergjandi og algjör tímasóun".

Newcastle er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en Rafa Benitez stjóri félagsins er væntanlega ekki sáttur með stöðu mála. Hann hafði vonast til þess að geta keypt einhverja leikmenn í þessum janúarglugga en ólíklegt er að hann fái að gera það núna.

Sjá einnig:
Hver er Amanda Staveley?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner