Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. janúar 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Walcott færist nær Everton
Walcott hefur lítið spilað á tímabilinu.
Walcott hefur lítið spilað á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Everton er nálægt því að ganga frá kaupum á Theo Walcott frá Arsenal á 20 milljónir punda. Hinn 28 ára gamli Walcott hefur verið í aukahlutverki hjá Arsenal á tímabilinu og hann er nú á förum eftir tólf ára dvöl þar.

Walcott ólst upp hjá Southampton og félagið hafði áhuga á að fá hann aftur í sínar raðir.

Sam Allardyce, stjóri Everton, er hins vegar að vinna kapphlaupið um Walcott. Hann vonar að Walcott komi með meiri hraða í sóknarleik Everton en það er eitthvað sem hefur vantað hjá liðinu.

Mirror segir að Walcott fari í læknisskoðun hjá Everton í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Borussia Dortmund og Malcom kantmaður Bordeuax hafa báðir verið orðaðir við Arsenal að undanförnu en peningurinn sem kemur inn fyrir Walcott gæti hjálpað til við að fjármagna kaup á öðrum hvorum þeirra.

Þá gæti Henrikh Mkhitaryan einnig komið í skiptum fyrir Alexis Sanchez.
Athugasemdir
banner
banner
banner