fim 16. febrúar 2017 20:30
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hjartar: Ummæli Jóns Rúnars um dauðakoss rétt
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hjartarson, þáttastjórnandi Akraborgarinnar á X-inu 97,7, var á meðal viðmælanda í sjónvarpsþætti vikunnar hjá Fótbolta.net en þar var formannskjör KSÍ á meðal umræðuefna.

Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði í formannskjörinu á meðan Björn Einarsson fékk 66 atkvæði. Hjörtur telur að það hafi unnið gegn Birni að Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, var stuðningsmaður hans.

„Jón Rúnar var í viðtali við mig vikunni fyrir kosningar og ég bað hann að lýsa yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann. Það vissu allir að hann ætlaði að kjósa Björn en hann sagði: 'Það virðist vera dauðakoss ef ég lýsi yfir stuðningi við einhvern. Þá tapar sá frambjóðandi.' Ég held að þetta sé hárrétt hjá honum að mörgu leyti," sagði Hjörtur.

„Það fór að kvissast út að Jón Rúnar, sem er að mínu mati besti formaður á Íslandi í dag, væri búinn að ákveða að styðja Björn. Þá var auðvelt fyrir Guðna, hvort sem hann gerði það eða ekki, að fara til liða úti á landi í neðri deildunum og segja: 'Ætlið þið að láta Jón Rúnar stjórna þessu? Ætlið þið að láta FH, risaliðið og Íslandsmeistarana, stjórna þessu öllu? Það gerist ef þið kjósið Björn."

„Ég held að Björn hefði ekki starfað fyrir FH en það var alið á þessum ótta. Björn hefði alltaf verið sinn eigin herra og ekki starfað fyrir FH en mönnum tókst að búa til þetta concept og ala á því að þetta myndi gerast. Ég er samt sannfærður um að Björn hefði aldrei verið í starfi fyrir FH þarna."

Óli Stefán Flóventsson, sem var einnig gestur í þættinum, tók undir með Hirti.

„Þetta er sterkur punktur hjá Hirti. Maður heyrði þetta í Grindavík og úti á landi þar sem ég tók þessa umræðu að menn væru hræddir við Jón Rúnar og FH stórveldið. Þetta var sett svolítið upp þannig," sagði Óli Stefán.

Hér að neðan má horfa á umræðuna í heild sinni.
Sjónvarpið: „Eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund"
Athugasemdir
banner
banner
banner