Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 16. febrúar 2017 21:23
Stefnir Stefánsson
Martin Caceres til Southampton (Staðfest)
Martin Caceres
Martin Caceres
Mynd: Getty Images
Southampton greindi frá því á heimasíðu sinni í dag að Úrúgvæinn Martin Caceres hefði gengið til liðs við félagið. Caceres var samningslaus og gat hann þess vegna samið við Southampton þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður.

Caceres var síðast á mála hjá Juventus en hann yfirgaf félagið í sumar og er búinn að vera samningslaus síðan. Hann hefur nú ákveðið að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni með Southampton.

Hinn 29 ára gamli Caceres á að baki 68 leiki fyrir landslið Úrúgvæ. Þá hefur hann einning leikið fyrir Barcelona og Sevilla. Hjá Barcelona var hann spænskur meistari og vann þar einning Meistaradeild Evrópu en hann var meðal annars orðaður við endurkomu til Barcelona nú á dögunum en hann hefur valið Southampton.

„Ég er hæstánægður með að hafa skrifað undir hjá klúbbi sem er mikilvægur í enskri knattspyrnu. Þrátt fyrir aðra möguleika tel ég að þetta sé skrefið sem að hentaði mér best" sagði Caceres.

Southampton voru að leita af breidd í vörnina en Virgil van Dijk meiddist fyrir skömmu og kemur mögulega ekki meira við sögu á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner