fös 16. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
38 íslensk lið á leið út í æfingaferð - Metfjöldi
Íslandsmeistarar Vals fara til Florida á meðan KA fer til Spánar.
Íslandsmeistarar Vals fara til Florida á meðan KA fer til Spánar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan og KR verða á sama tíma á Campoamor á Spáni í apríl.
Stjarnan og KR verða á sama tíma á Campoamor á Spáni í apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fer til Svíþjóðar og FH til Ítalíu.
Valur fer til Svíþjóðar og FH til Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Magni er eitt af sex liðum sem fara til Tyrklands.
Magni er eitt af sex liðum sem fara til Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
38 meistaraflokkslið fara í æfingaferð erlendis fyrir Íslandsmótið í sumar. Um er að ræða metfjölda en árið 2016 og 2017 fóru 32 meistaraflokkslið út.

Fjöldi liða í æfingaferðum erlendis undanfarin ár:
2009: 2
2010: 20
2011: 27
2012: 16
2013: 26
2014: 28
2015: 25
2016: 32
2017: 32
2018: 38

Spánn er líkt og áður langvinsælasti áfangastaður en 26 af 38 liðum eru á leið þangað. Öll liðin í Pepsi-deild karla fara út en níu þeirra fara til Spánar. Grindavík og Víkingur R. fara til Tyrklands líkt og fjögur önnur meistaraflokkslið. Þá fara Íslandsmeistarar Vals til Florida í Bandaríkjunum líkt og undanfarin ár.

Í Pepsi-deild kvenna eru fimm lið á leið út en Ítalía og Svíþjóð eru einnig á meðal áfangastaða þar. Einnig eru lið í öðrum deildum á leið til Króatíu og Hollands svo eitthvað sé nefnt.

Átta af tólf liðum í Inkasso-deildinni ætla að leggja land undir fót, fjögur lið í 1. deild kvenna og í 2. deild karla fara fimm lið út.

Karlalið FH fer til Marbella um aðra helgi og kvennalið FH fer í æfingaferð í júní. Önnur lið fara í æfingaferðir í lok mars og byrjun apríl. Karlalið FH er að fara að keppa á æfingamóti í Marbella en þar mætir liðið Reinham frá Noregi og Dinamo Brest frá Hvíta-Rússlandi.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau lið sem eru á leið út í æfingaferð. Ábendingar varðandi listann mega berast á [email protected].

Pepsi-deild karla
Breiðablik (Montecastillo, Spánn)
FH (Marbella, Spánn)
Fjölnir (Montecastillo, Spánn)
Fylkir (Campoamor, Spánn)
Grindavík (Belek, Tyrkland)
KA (Campoamor, Spánn)
Keflavík (Campoamor, Spánn)
KR (Campoamor, Spánn)
ÍBV (Pinatar, Spánn)
Stjarnan (Campoamor, Spánn)
Valur (Florida, Bandaríkin)
Víkingur R. (Belek, Tyrkland)

Pepsi-deild kvenna
FH (Verona, Ítalía)
HK/Víkingur (Belek, Tyrkland)
Selfoss (Pinatar, Spánn)
Valur (Kristinstad, Svíþjóð)
Þór/KA (Pinatar, Spánn)

Inkasso-deild karla
Haukar (Salou, Spánn)
HK (Campoamor, Spánn)
ÍA (Campoamor, Spánn)
ÍR (Pinatar, Spánn)
Leiknir R. (Montecastillo, Spánn)
Magni (Belek, Tyrkland)
Njarðvík (Heemskerk, Holland)
Víkingur Ó. (Pinatar, Spánn)
Þór (Campoamor, Spánn)

1. deild kvenna
Fjölnir (Salou, Spánn)
Haukar (Albír, Spánn)
Keflavík (Medulin, Króatía)
Sindri (Belek, Tyrkland)
Þróttur R. (Belek, Tyrkland)

2. deild karla
Grótta (Pinatar, Spánn)
Tindastóll (Albír, Spánn)
Vestri (Campoamor, Spánn)
Völsungur (Pinatar, Spánn)
Þróttur Vogum (London, England)

2. deild kvenna
Tindastóll (Albír, Spánn)

3. deild karla
Augnablik (Albír, Spánn)
Athugasemdir
banner
banner
banner