Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 16. febrúar 2018 09:24
Magnús Már Einarsson
Aron vonast til að hefja æfingar í næstu viku
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Siggi dúlla
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff, vonast til að snua aftur til æfinga í næstu viku.

Aron hefur verið frá keppni síðan í nóvember vegna meiðsla á ökkla en hann þurfti að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Hann er núna í stuttu fríi á Íslandi en í næstu viku vonast hann til að geta hafið æfingar.

„Það þurfti sinn tíma til að jafna sig eftir aðgerðina en ég vona að ég verði kominn út á gras í næstu viku," sagði Aron í viðtali í Brennslunni á FM957 í dag.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Cardiff sem er í 4. sæti í Championship deildinni, stigi á eftir Aston Villa í 2. sætinu. Hörð barátta er framundan um sæti í úrvalsdeildinni.

Aron ætti einnig að vera kominn á fulla ferð fyrir vináttuleiki Íslands gegn Mexíkó og Perú í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner