Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. febrúar 2018 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Barry og Evans meðal þeirra sem brutu útgöngubannið
Sagðir hafa stolið leigubíl
Barry og Evans eru gríðarlega reyndir atvinnumenn og kemur mörgum á óvart að þeir hafi verið viðriðnir málið.
Barry og Evans eru gríðarlega reyndir atvinnumenn og kemur mörgum á óvart að þeir hafi verið viðriðnir málið.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion hefur tilkynnt hvaða fjórir leikmenn það eru sem eiga yfir höfði sér refsingu fyrir að brjóta útgöngubann félagsins, sem er í æfingaferð á Spáni.

Það voru ekki ungu og óreyndu leikmennirnir, heldur voru það helstu burðarstólpar liðsins og fyrirliðinn sjálfur, Jonny Evans.

Gareth Barry, Jake Livermore og Boaz Myhill voru hinir þrír seku. Livermore er yngstur og óreyndastur af hópnum, þrátt fyrir að vera orðinn 28 ára gamall og eiga 7 landsleiki að baki fyrir England.

Málið er til rannsóknar innan félagsins, en slúðurmiðlarnir á Englandi halda því fram að félagarnir hafi stolið leigubíl á fylleríi.

„Við viljum nýta tækifærið til að biðja liðsfélagana, þjálfarana, félagið og sérstaklega stuðningsmennina afsökunar fyrir slæma hegðun í æfingaferð á Spáni," stendur í yfirlýsingu leikmannanna.

„Við viljum fullvissa stuðningsmenn um að við séum að leggja allt í sölurnar fyrir félagið á erfiðu tímabili og að þetta mun ekki koma fyrir aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner