Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. febrúar 2018 11:28
Elvar Geir Magnússon
Bellerín: Þetta eru ekki sannir stuðningsmenn
Hector Bellerín.
Hector Bellerín.
Mynd: Getty Images
Hector Bellerín, bakvörður Arsenal, skaut á Arsenal Fan TV þegar hann sat fyrir svörum í Oxford háskólanum. Bellerín segir að þeir sem komi fram í þáttunum séu ekki sannir stuðningsmenn liðsins.

Arsenal Fan TV eru umtalaðir þættir á Youtube sem teknir eru upp fyrir utan leikvanginn á leikdegi. Þar fá vallargestir að segja sína skoðun og er sérstaklega vinsælt þegar þeir hella úr skálum reiði sinnar eftir tapleiki.

Bellerín segir að þetta fólk geti ekki kallað sig stuðningsmenn.

„Ef að þjálfari kemur til mín og segir að ég sé að gera eitthvað illa þá tek ég þeim leiðbeiningum. Ef einhver á Arsenal Fan TV segir að þessi gaur þurfi að gera hitt eða þetta þá hlusta ég ekki á það," segir Bellerín.

„Þetta hefur ekki áhrif á leikmenn. Ég held að enginn fari á netið og horfi á Arsenal Fan TV. Maður rekst stundum á þetta eða vinur manns bendir manni á það. Fólk má hafa sína skoðun og ef fólki finnst þetta fyndið þá er því velkomið að horfa."


Athugasemdir
banner
banner