Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. febrúar 2018 21:56
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea valtaði yfir Hull
Willian og Davide Zappacosta fagna saman.
Willian og Davide Zappacosta fagna saman.
Mynd: Getty Images
Chelsea 4 - 0 Hull City
1-0 Willian ('2)
2-0 Pedro ('27)
3-0 Willian ('32)
4-0 Olivier Giroud ('42)

Sterkt lið Chelsea lenti ekki í vandræðum gegn Hull City í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Heimamenn skoruðu fjögur mörk í fyrri hálfleik þar sem Willian, Pedro og Olivier Giroud voru í lykilhlutverki.

Giroud vann boltann tvisvar sinnum ofarlega á vellinum og lagði hann á Willian, sem skoraði tvívegis eftir glæsilegt einstaklingsframtak.

Pedro skoraði eftir glæsilega stungusendingu frá Cesc Fabregas og gerði Giroud fjórða markið eftir lága fyrirgjöf frá nýja manninum, Emerson Palmieri.

Síðari hálfleikurinn var allt annar þar sem gestirnir voru hættulegri og brenndu af vítaspyrnu. Inn fór boltinn ekki og Chelsea komið í 8-liða úrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner