fös 16. febrúar 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Tveir úrvalsdeildarslagir
Það eru ekki liðin fimm ár síðan Roberto Martinez og Arouna Kone unnu bikarinn með Wigan.
Það eru ekki liðin fimm ár síðan Roberto Martinez og Arouna Kone unnu bikarinn með Wigan.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer í pásu um helgina til að leyfa 16-liða úrslitum enska bikarsins að fara fram.

Það eru tveir leikir á dagskrá strax í kvöld, þar sem Englandsmeistarar síðustu ára eiga heimaleiki.

Leicester tekur á móti Sheffield United á meðan Chelsea fær Hull í heimsókn.

Swansea heimsækir Sheffield Wednesday í hádegisleik laugardagsins áður en West Brom og Southampton eigast við í úrvalsdeildarslag.

Brighton mætir svo Coventry áður en Manchester United heimsækir Huddersfield.

Tottenham heimsækir Rochdale á sunnudaginn og Wigan tekur á móti Manchester City á mánudaginn.

Föstudagur:
19:45 Leicester - Sheffield Utd (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Chelsea - Hull (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagur:
12:30 Sheffield Wed - Swansea (Stöð 2 Sport)
15:00 West Brom - Southampton (Stöð 2 Sport)
15:00 Brighton - Coventry (Stöð 2 Sport 3)
17:30 Huddersfield - Manchester United (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
16:00 Rochdale - Tottenham (Stöð 2 Sport)

Mánudagur:
19:55 Wigan - Manchester City (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner