Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. febrúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Heimir með morgunæfingar í Færeyjum - Gæti bætt við Íslendingi
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brynjar Hlöðversson.
Brynjar Hlöðversson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er fyrsti gesturinn hjá Gunnlaugi Jónssyni í þættinum Návígi en síðari hluti þáttarins birtist í dag. Þar ræðir Heimir meðal annars nýja starfið sitt hjá HB í Færeyjum.

Heimir er á fullu í undirbúningstímabilinu í Færeyjum. HB er risa félag í Færeyjum en liðið hefur 22 sinnum orðið færeyskur meistari. Fimm ár eru þó liðin frá síðasta titli.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

„Þú kemur nýr inn og vilt gera þetta vel og vanda þig við þetta. Þú vilt kynnast leikmönnum og svo framvegis. Ég hef haft mjög gott af þessu hingað til," sagði Heimir í Návígi um fyrstu vikurnar í Færeyjum.

„Það eru efnilegir strákar þarna sem hafa verið í U21 árs liði Færeyja. Síðan eru þarna reynslumenn eins og Símun Samuelsen sem gerði það gott með Keflavík á sínum tíma. Það þarf alltaf að vera blanda af ungum og efnilegum og reynsluboltum sem geta stýrt inni á vellinum. Krafan er að búa til gott lið og komast í Evrópukeppni."

Æft í betra veðri á morgnanna
Heimir segir að veðrið sé betra í Færeyjum en Íslandi fyrir undirbúningstímabilið.

„Það er miklu betra veður þarna. Þú ert með morgunæfingar úti í flóðljósum klukkan hálf sjö eða hálf átta. Við höfum æft alltaf úti þessar vikur sem ég hef verið þarna. Það hefur ekki ennþá fallið niður æfing vegna veðurs," sagði Heimir sem ákvað að prófa að vera með morgunæfingarnar á undirbúningstímabilinu.

„Þetta er nýtt hjá þeim. Þetta hefur fallið ágætlega í mannskapinn. Breytingar taka tíma og það þarf að venja menn við þetta og það tekur tíma líka. Til að verða góður þá þarf að æfa."

Gæti bætt við öðrum Íslendingi
HB samdi á dögunum við Brynjar Hlöðversson en hann kemur til félagsins frá Leikni R. „Mig vantaði svona mann. Hann hefur ákveðna eiginleika á knattspyrnuvellinum sem ég er mjög hrifinn af," sagði Heimir.

Heimir útilokar ekki að bæta öðrum íslenskum leikmanni við hópinn áður en tímabilið hefst í apríl. „Það gæti gerst. Það gæti komið einn í viðbót," sagði Heimir.


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner