Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. febrúar 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Heimir um tapið 2014: Dómaraskandall frá upphafi til enda
Heimir í leiknum í Kaplakrika 2014.
Heimir í leiknum í Kaplakrika 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim Doumbia mótmælir vítaspyrnudómnum.
Kassim Doumbia mótmælir vítaspyrnudómnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen skorar sigurmark Stjörnunnar.
Ólafur Karl Finsen skorar sigurmark Stjörnunnar.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Heimir Guðjónsson er fyrsti gesturinn hjá Gunnlaugi Jónssyni í þættinum Návígi en síðari hluti þáttarins birtist í dag. Þar rifjar Heimir meðal annars um tap FH gegn Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn árið 2014.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í lokaumferðinni en FH nægði jafntefli til að verða Íslandsmeistari. Stjarnan vann 2-1 á ævintýralegan hátt þar sem Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar.

Sigurmarkið kom undir lokin úr vítaspyrnu sem Kristinn Jakobsson dæmdi á Kassim Doumbia en þá voru Stjörnumenn einum manni færri eftir að Veigar Páll Gunnarsson fékk rauða spjaldið.

Fyrr í leiknum hafði Ólafur Karl skorað mark þegar hann var rangstæður en Sigurður Óli Þorleifsson aðstoðardómari flaggaði ekki.

„Mér fannst FH liðið vera töluvert betra lið en Stjarnan í þessum leik. Ingvar (Jónsson) var frábær í markinu og í stöðunni 1-1 fær FH liðið ótrúlega mikið af möguleikum til að klára leikinn eftir að Veigar Páll var rekinn af velli. Það er hægt að naga sig í handarbökin yfir því," sagði Heimir í návígi.

„Svo getur maður líka sagt að þetta var dómaraskandall frá upphafi til enda. Fyrra markið var rangstaða og seinna var aldrei víti."

„Ég hafði aldrei áhyggjur af þessum leik, í undirbúningi fyrir leikinn eða á leikdegi. Það var ekki fyrr en á 70. mínúu þegar Hólmar Örn (Rúnarsson) sendi á Steven Lennon sem var sloppinn einn í gegn. (Niclas) Vemmelund hægri bakvörður háj Stjörnunni. Ég fór yfir það á myndbandi fyrir leik að hann sat alltaf eftir. Hann var alltaf nokkra metra fyrir aftan hina varnarmennina."

„Þetta atvik gerðist þarna og Vemmelund situr eftir. Boltinn kemur inn fyrir og Lennon er flaggaður rangstæður. Það var aldrei rangstaða. Það var í fyrsta skipti sem ég hugsaði að þetta gæti endað ekki eins og við vildum. Síðan tapast þessi leikur og Stjarnan verður Íslandsmeistari. Þeir töpuðu ekki leik allt tímabilið og eru verðugir meistarar. Þeir voru með mjög gott lið þarna og Rúnar Páll (Sigmundsson) gerði frábæra hluti með liðið."


Í Návígi má hlusta á það hvernig lið FH brást við þessu súra tapi.

Smelltu hér til að sjá svipmyndir úr leik FH og Stjörnunnar 2014


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner