Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 16. febrúar 2018 21:28
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Viktor Karl lagði upp í sigri Jong AZ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eindhoven FC 1 - 3 Jong AZ
0-1 F. Druijf ('6, víti)
1-1 B. van den Boomen ('15)
1-2 F. Druijf ('21)
1-3 K. Koreniuk ('45)
Rautt spjald: J. Kramer, Jong AZ ('74)

Viktor Karl Einarsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Jong AZ, varaliði AZ Alkmaar í Hollandi.

Jong AZ hafði betur gegn Eindhoven FC í neðri hluta B-deildarinnar þar í landi. Þetta er þriðji sigur AZ í röð og er liðið þrettán stigum frá eina fallsæti deildarinnar.

Viktor Karl lagði þriðja og síðasta mark AZ upp fyrir Kai Koreniuk, rétt undir lok fyrri hálfleiks.

Viktor er partur af U21 árs landsliði Íslands. Hann hefur ekki fengið mikinn spilatíma á tímabilinu og var á reynslu hjá Tromsö í Noregi í janúar.


Athugasemdir
banner
banner
banner