Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. febrúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Keane: Gengi Tottenham og Liverpool vandræðalegt
Roy Keane vann 17 titla á 12 árum hjá Manchester United.
Roy Keane vann 17 titla á 12 árum hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, telur gengi Tottenham og Liverpool undanfarinn áratug vera til skammar.

Bæði lið hafa verið að gera vel á tímabilinu og eiga góða möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en þau hafa aðeins unnið einn bikar á haus síðustu tíu ár.

Tottenham hafði betur gegn Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins 2008 og hampaði Liverpool sama bikar eftir vítaspyrnukeppni við Cardiff í febrúar 2012.

„Það er vandræðalegt að félög á stærðargráðu við Liverpool og Tottenham séu búin að vinna einn titil á tíu árum," sagði Keane í meistaradeildarútsendingu ITV.

„Þetta eru félög sem eiga að vera samkeppnishæf í öllum keppnum og eiga að geta unnið ensku bikarana af og til."

Lee Dixon, fyrrverandi bakvörður Arsenal og enska landsliðsins, sagði að það væri einfaldlega meiri peningur í því að ná meistaradeildarsæti og þess vegna myndu félögin frekar einbeita sér að deildinni heldur en bikarkeppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner