Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. febrúar 2018 15:22
Magnús Már Einarsson
Leikmenn WBA í vandræðum - Stálu leigubíl á Spáni
Þessi leigubíll tengist atvikinu ekki neitt.
Þessi leigubíll tengist atvikinu ekki neitt.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, stjóri WBA, er eflaust ekki sáttur með sína menn.
Alan Pardew, stjóri WBA, er eflaust ekki sáttur með sína menn.
Mynd: Getty Images
WBA hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að félagið sé að rannsaka atvik sem átti sér stað hjá fjórum leikmönnum liðsins í æfingaferð á Spáni í vikunni.

Leikmennirnir eru sakaðir um að hafa stolið leigubíl klukkan 5:30 í gærmorgun.

Leikmennirnir höfðu verið úti að skemmta sér og ætluðu að fá sér að borða áður en að þeir myndu fara að sofa. Enginn matsölustaður var opinn í nágrenninu svo leikmennirnir tóku leigubíl á McDonald's.

Einhverja hluta vegna ákváðu þeir síðan að stela leigubílnum af leigubílstjóranum á McDonald's. Einn af leikmönnunum keyrði leigubílinn á hótelið og þar var bíllinn skilinn eftir fyrir utan á meðan leikmennirnir fóru upp á herbergi að sofa.

Leikmennirnir vöknuðu þó upp við vondan draum þegar lögregla bankaði upp á hjá þeim á hótelinu. Þeir voru færðir í yfirheyrslur en sleppt að þeim loknum.

Leigubílstjórinn fékk leigubílinn aftur í sínar hendur klukkan 8 eða tveimur og hálfum tíma eftir að bílnum var stolið.

Ekki er búið að nafngreina leikmennina en WBA hefur staðfest að rannsókn á málinu standi yfir.

„Félagið hefur sett af stað sína eigin rannsókn á atvikinu," sagði meðal annars í yfirlýsingu frá WBA í dag.

WBA mætir Southampton í enska bikarnum á morgun en liðið er í mjög slæmri stöðu á botni ensku úrvalsdeildairnnar. WBA hefur einungis unnið einn af síðustu 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og er sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner