Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. febrúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku vill fara aftur til Anderlecht áður en ferlinum lýkur
Jordan og Romelu Lukaku með belgíska landsliðinu.
Jordan og Romelu Lukaku með belgíska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku segist vilja snúa aftur til æskufélagsins Anderlecht áður en hann leggur skóna á hilluna.

Lukaku er aðeins 24 ára gamall og virðist staðráðinn í því að snúa aftur á heimaslóðir sama hvað gerist.

„Draumurinn minn var alltaf að spila fyrir Anderlecht og ég ætla að snúa aftur til félagsins áður en ég hætti, ég get lofað því. Ég elskaði tímann minn hjá Anderlecht," sagði Lukaku við HLN.

Lukaku var keyptur til Manchester United síðasta sumar fyrir 90 milljónir punda og hefur gert 19 mörk í 37 leikjum á tímabilinu.

Yngri bróðir hans, Jordan Lukaku, hefur átt mjög gott tímabil með Lazio og er nálægt því að stela byrjunarliðssætinu af Senad Lulic sem hefur séð um vinstri vænginn undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner