Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. febrúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho um Pogba orðróma: Þetta er allt lygi
Pogba og Mourinho ræða málin.
Pogba og Mourinho ræða málin.
Mynd: Getty Images
Joes Mourinho, stjóri Manchester United, brást reiður við því á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður út í sögusagnir þess efnis að samband hans og Paul Pogba sé slæmt. L'Equipe sagði í vikunni að Pogba sjái eftir því að hafa farið til Man Utd og í morgun var hann orðaður við Real Madrid í enskum slúðurblöðum.

„Mér finnst það fallega orðað að segja að það sé háværar sögusagnir í gangi því að þið ættuð frekar að kalla þetta háværa lygar," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag.

„Ég veit það og Paul veit það að hann hefur ekki spilað vel í síðustu leikjum en það er allt. Núna er það vandamál mitt og Paul að takast á við það og reyna að bæta hans frammistöðu."

„Það er stór lygi að samband okkar sé ekki gott, það er stór lygi að við tölum ekki saman, það er stór lygi að við séum ósammála um hvaða stöðu hann eigi að spila og um hlutverk hans í liðinu."


Enskir fjölmiðlar hafa sagt að Pogba sé ósáttur við stöðuna sem hann hefur spilað í á miðjunni síðustu leikjum en Mourinho segir að það sé kjaftæði.

„Í síðasta leik spiluðum við með eina sex og tvær áttur. Matic var sexa, Lingard var hægra megin við Matic og Pogba vinstra megin."

„Veistu hvert er uppáhaldsleikkerfi Pogba? 4-3-3. Veistu hver er uppáhaldsstaða Pogba í 4-3-3? Sem átta vinstra megin."

Athugasemdir
banner
banner
banner