banner
   fös 16. febrúar 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid ætlar að kaupa Pogba
Powerade
Er Pogba maðurinn til að leysa vandamál Real?
Er Pogba maðurinn til að leysa vandamál Real?
Mynd: Getty Images
Thorgan Hazard gæti mætt bróður sínum á næsta tímabili.
Thorgan Hazard gæti mætt bróður sínum á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
BBC tekur saman enska slúðrið daglega og er hægt að sjá það helsta hér fyrir neðan.



Real Madrid ætlar að reyna að kaupa Paul Pogba, 24, í sumar. Real þarf að greiða meira en 120 milljónir punda fyrir miðjumanninn. (Sun)

Liverpool ætlar að kaupa brasilíska markvörðinn Alisson, 26, af Roma í sumar. Roma vill 62 milljónir punda fyrir hann. (Sky Sports)

Joe Hart, 30, vill finna sér nýtt félag. Ekkert hefur gengið hjá honum að undanförnu og er hann ekki lengur fremstur í goggunarröðinni hjá West Ham. (Sun)

Malcom hefur komist að samkomulagi við Bordeaux og fær að yfirgefa félagið í sumar. Arsenal og Tottenham sýndu honum mikinn áhuga í janúarglugganum. (UOL)

John Terry vill snúa aftur til Chelsea og aðstoða við þjálfun liðsins. Terry, 37, verður samningslaus í júlí en hann hefur átt gott tímabil með Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa. (Mirror)

Tottenham er tilbúið til að hlusta á tilboð í belgíska miðvörðinn Toby Alderweireld, 28, eftir mislukkaðar samningsviðræður. (London Evening Standard)

Tottenham ætlar að nýta sér ákvæði í samningi Erik Lamela og framlengja samning hans um eitt ár. Hann rennur út sumarið 2019 sem stendur. (ESPN)

Leicester City hefur áhuga á Thorgan Hazard, yngri bróður Eden Hazard. Thorgan, 24, er lykilmaður í sterku liði Borussia M'Gladbach. (HLN)

Richarlison, 20, útilokar ekki að fara til Chelsea í sumar. Watford vill halda ungstirninu en Arsenal og Tottenham hafa einnig áhuga. (London Evening Standard)

Lionel Messi, 30, verður hvíldur oftar til að Börsungar fái sem mest úr honum í stórleikjunum. (Marca)

Aston Villa er í viðræðum um að fara í náið samstarf við Lyngby Boldklub í Danmörku. (Birmingham Mail)

Patrik Kluivert hefur ráðlagt syni sínum að fara frekar til Spánar heldur en Englands. Justin Kluivert, 18, er búinn að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Ajax og er eftirsóttur um alla Evrópu. (Metro)

Eiginkonur Angel di Maria og Thiago Silva gagnrýndu Unai Emery, þjálfara PSG, opinberlega eftir 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeildinni. Hvorugur kom við sögu í leiknum. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner