Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 16. febrúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Renato Sanches snýr aftur í lið Swansea í næsta mánuði
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches snýr líklega aftur í lið Swansea í næsta mánuði eftir meiðsli aftan í læri.

Sanches meiddist í bikarleik gegn Notts County í síðasta mánuði.

„Hann er á réttri leið. Í upphafi var búist við að þetta yrði löng fjarvera en ég hef trú á að hann snúi aftur í næsta mánuði," sagði Carlos Carvalhal, stjóri Swansea.

Sanches kom til Swansea á láni frá Bayern Munchen síðastliðið sumar og miklar vonir voru bundnar við hann.

Sanches hefur hins vegar ekki náð að standast væntingar hjá Swansea en hann hefur einungis spilað tólf leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner