Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Roma hefði keypt Giroud
Giroud var eftirsóttur í janúar.
Giroud var eftirsóttur í janúar.
Mynd: Getty Images
Chelsea tókst næstum því að krækja í Edin Dzeko frá Roma í janúarglugganum en endaði þess í stað á að kaupa Olivier Giroud af Arsenal.

Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Roma, segir að félagið hefði keypt Giroud frá Arsenal til að fylla í skarð Dzeko.

„Við hefðum líklegast fengið Olivier Giroud til að fylla í skarðið, annars hefðu stuðningsmenn orðið brjálaðir," sagði Monchi við Sky Italia.

„Chelsea mætti ekki kröfunum og þess vegna varð Dzeko eftir hjá okkur. Ekkert félag vill selja sína bestu leikmenn en það má alltaf skoða góð tilboð."

Giroud hefur komið við sögu í tveimur leikjum fyrir sitt nýja félag og hefur ekki tekist að skora á þeim 87 mínútum sem hann hefur spilað.

Heimildir herma að Chelsea hafi komist að samkomulagi við Roma um kaupverð, en Dzeko, sem verður 32 ára í mars, hafi heimtað of langan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner