Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
banner
   fim 16. mars 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Aukastig fyrir burst, tíu mínútna brottvísun og örlagaspjald
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Hjálmar Örn, Jóhann Alfreð og Björn Bragi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum örlagaspjald eins og í hættuspilinu. Til dæmis jarðskjálfti, þú missir alla leikmennina í næsta leik,“ sagði Björn Bragi Arnarsson í sjónvarpþsætti Fótbolta.net í vikunnar en þar voru ræddar hugmyndir sem hægt væri að breyta í fótboltanum.

„Ég er með þá hugmynd að þú fáir aukastig ef þú vinnur með meira en þremur mörkum. Þú ert búinn að ná þremur stigum og vinnur til dæmis 4-0 þá færðu aukastig,“ sagði Hjálmar Örn Jóhannsson í þættinum.

„Þetta myndi setja pressu á Chelsea, sem er búið að vinna alltaf 1-0 og 2-1,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson en hann kom einnig með tillögu tengda tillögu Hjálmars.

„Leikmaður skorar glæsilegt mark og það gæti verið dómnefnd sem velur mark helgarinnar. Mark helgarinnar fær svo auka mark og það gæti skilað sér í auka stigi jafnvel ef við höldum áfram með þetta.“

Jóhann Alfreð er einnig hrifinn af því að leikmenn geti verið reknir af velli í ákveðinn tíma. „Van Basten stakk upp á því um daginn að leikmenn fái appelsínugult spjald og fari út af í tíu mínútna kælingu. Það er handboltastemning í því,“ sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni en þar komu ýmsar áhugaverðar hugmyndir fram.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Sjónvarpið: Tottenham vinnur pottþétt stóran titil
Athugasemdir
banner
banner
banner