Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. mars 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Alfreð velur draumalið skemmtilegra leikmanna
Mynd: Fótbolti.net
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net eru skemmtikraftarnir Björn Bragi Arnarsson og Jóhann Alfreð Kristinsson úr Mið-Ísland sem og Snapchat stjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson.

Í þættinum völdu þeir allir til draumalið skemmtilegra leikmanna. Árangurinn innan vallar skiptir ekki máli, heldur áttu þeir einungis að spá í hvaða leikmenn væri skemmtilegt að hafa í liðinu.

Benoit Assou-Ekotto, fyrrum bakvörður Tottenham, er í liðinu en Jóhann er stuðningsmaður Tottenham.

„Hann var úti að aka í öllu öðru en að spila fótbolta. Hann var svo zenaður en samt svo ruglaður. Hann er margbrotinn persónuleiki,“ sagði Jóhann Alfreð.

Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru saman framarlega á miðjunni en þeir voru liðsfélagar hjá Barcelona.

„Ronaldinho er skemmtilegasti leikmaður sem maður hefur séð fótbolta og hann er líka mikill partýkall. Eiður er stórskemmtilegur náungi og stórskemmtilegur fótboltamaður. Hann er skemmtilegur innan og utan vallar."

Giuseppe Meazza, fyrrum framherji Inter, er síðan í fremstu víglínu en hann raðaði inn mörkum frá 1927-1940.

„Hann skoraði 200 mörk fyrir Inter og það rann ekki af honum. Hann var í kampavínum og konum og hann var sóttur til að mæta í leiki. Fótboltinn hefur breyst og hann kæmist líklega ekki upp með þetta í dag en hann er algjört legend," sagði Jóhann.

Hér til hliðar má sjá liðið hans en hér að neðan er síðan umræðan úr sjónvarpsþættinum.
Sjónvarpið: Draumalið skemmtilegra leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner