Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. mars 2018 13:51
Magnús Már Einarsson
Aron má spila gegn Mexíkó
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, gæti spilað sinn fyrsta leik síðan í nóvember þegar Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik eftir viku.

Aron meiddist á ökkla í fyrsta leik með Cardiff eftir landsliðsverkefni í Katar í nóvember. Aron hefur verið meiddur síðan þá en hann fór í aðgerð vegna meiðslanna.

Hann hefur æft með Cardiff að undanförnu og Neil Warnock, stjóri Cardiff, hefur gefið grænt ljós á að Aron spili leikinn eftir viku. Warnock hefur áður látið í sér heyra þegar Aron hefur spilað með íslenska landsliðinu þegar hann er tæpur vegna meiðsla.

„Warnock vinur okkar vill að við spilum honum ef að okkur finnst það. Þetta er mjög góð samvinna á milli knattspyrnusambandsins og Warnock," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag og uppskar hlátur.

Aron verður einungis með landsliðinu í fyrri leiknum gegn Mexíkó en hann verður ekki með gegn Perú 27. mars. Aron fer til Cardiff aftur eftir leikinn við Mexíkó í San Fransisco.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner