Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. mars 2018 14:21
Magnús Már Einarsson
Atli Hrafn í Víking R. á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. hefur fengið miðjumanninn Atla Hrafn Andrason á láni frá Fulham.

Atli Hrafn æfði með Víkingi á dögunum og félagið hefur nú bætt honum við hópinn fyrir Pepsi-deildina í sumar.

Atli er 19 ára gamall en hann kom til Fulham frá KR sumarið 2016.
Árið 2015 lék Atli tvo leiki í Pepsi-deildinni með KR og árið 2016 spilaði hann þrjá leiki áður en hann fór til Fulham.

Samtals á Atli 25 landsleiki að baki með U16, U17 og U19 ára landsliði Íslands.

Atli er kominn með leikheimild fyrir leik Víkings og ÍBV í Lengjubikarnum á sunnudag en leikið verður á gervigrasvelli Víkings.

Komnir:
Atli Hrafn Andrason frá Fulham á láni
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Víkingi Ó.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson frá Aftureldingu
Rick ten Voorde frá Hapoel Ramat Gan
Sindri Scheving frá Val
Sölvi Geir Ottesen frá Guangzhou R&F

Farnir:
Geoffrey Castillion í FH
Ívar Örn Jónsson í Val
Viktor Bjarki Arnarsson í HK
Athugasemdir
banner
banner