fös 16. mars 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Carvalhal: Heimsendir fyrir Tottenham ef við vinnum
Carlos Carvalhal
Carlos Carvalhal
Mynd: Getty Images
Tottenham eru úr leik í Meistaradeild Evrópu
Tottenham eru úr leik í Meistaradeild Evrópu
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal stjóri Swansea segir að öll pressan sé á Tottenham fyrir viðureign liðanna á laugardaginn og tap yrði eins og heimsendir fyrir Tottenham.

Enski bikarinn er síðasta tækifæri Tottenham til þess að vinna bikar á tímabilinu en liðið datt úr Meistaradeild Evrópu fyrir Juventus á dögunum.

Leikurinn verður ekki auðveldur fyrir Tottenham en Swansea hafa unnið síðustu sjö leiki sína á heimaveilli.

„Það eru háar væntingar gerðar til liða eins og Tottenham og það er ætlast til þess að liðið vinni bikara."

„Þetta er venjuleg pressa fyrir þá, þeir verða að vinna. Ef þeir tapa mun það verða eins og heimsendir."

„Svona er raunveruleikinn, það er meiri pressa á þeim í þessari keppni en okkur. Þeir eru dottnir úr Meistaradeildinni og þetta er eini bikarinn sem þeir geta unnið."


Tottenham er síðasta liðið til þess að vinna Swansea á heimavelli en leikur liðanna í janúar endaði með 2-0 sigri Tottenham. Fernando Llorente skoraði fyrra mark Tottenham í leiknum en það var umdeilt.

„Við hefðum ekki tapað þeim leik með myndbandsdómgæslu. Þetta er Davíð á móti Golíat og við erum ólíklegri. Við erum samt á betri stað núna en þegar við mættum þeim í deildinni."
Athugasemdir
banner
banner