Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. mars 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir: Eftir riðilinn þarf ekkert lið að stoppa okkur
Icelandair
Ísland er í sterkum riðli á HM
Ísland er í sterkum riðli á HM
Mynd: Anna Þonn
Riðill Íslands.
Riðill Íslands.
Mynd: Skjáskot
Eins og áður hefur komið fram var haldinn fréttamannafundur í Laugardalnum í dag þar sem Heimir Hallgrímsson og hans teymi tilkynntu 29 manna hóp sem mætir Mexíkó og Perú í vináttuleikjum í Bandaríkjunum.

Þetta er síðasti landsliðshópurinn sem er valinn áður en 23 manna hópur fyrir HM í Rússlandi verður valinn þann 11. maí.

Heimir fór yfir mörg málefni á fundinum, þar á meðal erfiðan riðil Íslands á HM í Rússlandi.

Ísland er með Argentínu, Nígeríu og Króatíu í riðli á HM.

„Þetta eru sterkir andstæðingar, það vita allir. Við erum sannfærðir um það að það verður ekkert lið í þessum riðli sem vinnur alla leikina og það verður ekkert lið í þessum riðli sem tapar öllum leikjunum," sagði Heimir.

„Stigin munu dreifast á liðin og við teljum möguleika okkar fína. Ef við eigum góða frammistöðu í Rússlandi eigum við fína möguleika að komast upp úr riðlinum."

Heimir nefnir þá nokkra kosti við riðilinn. Ísland fær flesta daga í undirbúning við leikinn gegn Argentínu (15 daga) og þar næst við Nígeríu (fimm daga), svo fæsta daga við Króatíu (þrjá daga). Hann segir þetta mjög gott þar sem íslenska liðið þekki Króatíu gríðarlega vel, hin liðin minna.

Eftir það segir Heimir: „Annar kostur við sterkan riðil er sá að ef við komumst upp úr honum þá eru næstu andstæðingar sem bíða okkar ekkert sterkari en liðin í okkar riðli."

„Mesta áskorunin er að komast upp úr riðlinum, það þarf ekkert lið að stoppa okkur eftir það."

Þess ber að geta ef Ísland kemst upp úr riðlinum á HM þá verður næsti andstæðingur úr C-riðli. Í þeim riðli eru Frakkland, Danmörk, Ástralía og Perú en Ísland er einmitt að fara að mæta Perú í vináttuleik í Bandaríkjunum þann 27. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner