Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. mars 2018 13:20
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Gana í júní
Icelandair
Landslið Gana kemur til Íslands.
Landslið Gana kemur til Íslands.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið mætir Gana í vináttuleik á Laugardalsvelli fimmtudaginn 7. júní næstkomandi. Um er að ræða síðasta leikinn fyrir HM í Rússlandi.

Fimm dögum áður mætir Ísland liði Noregs í vináttuleik í Laugardalnum. Tveimur dögum eftir leikinn við Gana fer íslenska liðið síðan til Rússlands.

„Ég er mjög ánægður með að fá þann leik," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Gana er í 54. sæti á heimslista FIFA en á meðal þekktustu leikmanna liðsins eru Asamoah Gyan, Jordan Ayew, André Ayew og Christian Atsu

Vináttuleikir Íslands fram að HM
23. mars Mexíkó - Ísland (San Francisco)
27. mars Perú - Ísland (New York)
2. júní Ísland - Noregur (Laugardalsvöllur)
7. júní Ísland - Gana (Laugardalsvöllur)

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland (Moskva)
22. júní Nígería - Ísland (Volgograd)
26. júní Ísland - Króatía (Rostov)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner