Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 16. mars 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Milan getur blandað sér í baráttuna
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson og félagar í Udinese eiga fyrsta leik helgarinnar, gegn Sassuolo á morgun.

Topplið Juventus heimsækir svo nýliða Spal í seinni leik kvöldsins og getur komist í tímabundna sjö stiga forystu með sigri.

Sampdoria hefur ekki gengið sérlega vel að undanförnu og er liðið búið að missa sjötta sætið til Milan. Samp fær tækifæri til að bæta upp fyrir slæmt gengi þegar liðið fær Inter í heimsókn í hádegisleiknum á sunnudaginn, en sigur hjá Samp gæti galopnað evrópubaráttuna.

Milan mætir Chievo eftir 3-1 tap gegn Arsenal á fimmtudaginn. Haldi læirsveinar Gennaro Gattuso áfram á sömu braut í deildinni gætu þeir blandað sér í baráttuna um meistaradeildarsætið.

Napoli mætir Genoa sunnudagskvöldið, á sama tíma og Lazio fær Bologna í heimsókn.

Laugardagur:
17:00 Udinese - Sassuolo (SportTV)
19:45 Spal - Juventus (SportTV)

Sunnudagur:
11:30 Sampdoria - Inter (SportTV)
14:00 Milan - Chievo (SportTV)
14:00 Crotone - Roma
14:00 Benevento - Cagliari
14:00 Torino - Fiorentina
14:00 Verona - Atalanta
19:45 Napoli - Genoa (SportTV)
19:45 Lazio - Bologna
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner