Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. mars 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Ábyrgist að ég verð ekki hér eftir 20 ár
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp var spurður hvort hann hefði áhuga á að stýra Liverpool jafn lengi og Arsene Wenger og Sir Alex Ferguson stýrðu Arsenal og Manchester United.

Klopp var snöggur að svara neitandi, hann hafi engan áhuga á að vera ennþá starfandi þegar hann verður kominn yfir sjötugt.

„Það er ekki séns að ég geri eins og þeir, ekki fræðilegur. Ég virði Arsene og Sir Alex, þeir gerðu mikið fyrir fótboltann, en þetta er orðinn allt annar leikur í dag," sagði Klopp í úrvalsdeildarþætti BBC Two.

„Fyrstu 15 árin þeirra við stjórnvölinn hafa verið eins og frí í samanburði við síðustu 15. Það er ótrúlegur munur á pressunni sem er sett á stjóra í dag og fyrir aldamótin.

„Eftir 20 ár verð ég sjötugur... Já, ég get ábyrgst að ég verð ekki hér eftir 20 ár."
Athugasemdir
banner
banner
banner