Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. mars 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Klopp: Draumadráttur fyrir stuðningsmenn United
Mynd: Getty Images
Liverpool og Manchester City munu mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Jurgen Klopp stjóri Liverpool viðurkennir að hans menn séu ekki það lið sem flestir reikni með áfram.

Hann segir þó að það sé svalt að liðin mætist í Meistaradeildinni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi tvö lið mætast innbyrðis í evrópukeppni.

Þá segir Klopp að þó viðureignin verði erfið fyrir sína menn verði hún það einnig fyrir Manchester City sem er að mæta markahæsta liðinu sem er eftir í keppninni.

„Ég sagði fyrir dráttinn að það yrði svalt að mæta liði frá sama landi í Meistaradeildinni. Nú er ljóst að svo verður í okkar tilfelli. Þetta er sannkallaður draumadráttur fyrir stuðningsmenn Manchester United."

„En það er ekki svo slæmt að mæta City. Við höfum tíma til að undirbúa okkur vel."

„Við vorum alltaf að fara að fá erfiðan mótherja og City er erfiður mótherji. Góðu fréttirnar fyrir okkur eru að City fengu líka erfiðan mótherja."
Athugasemdir
banner
banner
banner