fös 16. mars 2018 18:30
Ingólfur Stefánsson
Morata ekki valinn í spænska landsliðið
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Alvaro Morata hjá Chelsea var ekki valinn í landsliðshóp spænska landsliðsins fyrir komandi vináttu leiki gegn Þýskalandi og Argentínu.

Diego Costa, sem Morata leysti af hólmi hjá Chelsea, er í hópnum.

Morata hefur verið í basli undanfarið og á enn eftir að skora mark fyrir Chelsea á árinu.

Coste sem spilar nú fyrir Atletico Madrid er í fyrsta skipti í landsliðshópnum frá því í júní árið 2017.

Marcos Alonso liðsfélagi Morata hjá Chelsea er einnig í hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner