Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. mars 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Dele Alli bestur í heimi á sínum aldri
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, telur ungstirni sitt Dele Alli vera besta 21 árs sóknartengilið í heimi.

Alli hefur fengið vænan skerf af gagnrýni fyrir mistækar frammistöður á tímabilinu og fyrir að dýfa sér óhemju mikið.

„Þegar þú berð Dele Alli, 21 árs, við aðra leikmenn á hans aldri víðs vegar um heiminn, finnst mér hann bestur," sagði Pochettino.

„Ég skil ekki hvernig það er ennþá verið að gagnrýna hann. Hann er sá besti í sínum aldursflokki, það er útrætt mál. Finnið einn leikmann í heiminum sem er 21 árs og er betri en Alli. Það er hægt að finna svipaða leikmenn, en engan betri.

„Ég er kannski ekki hlutlaus því þetta er minn leikmaður, en að mínu mati er hann bestur í heimi."

Athugasemdir
banner
banner
banner