Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. mars 2018 17:30
Ingólfur Stefánsson
Rojo framlengir við Manchester United
Mynd: Getty Images
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Rojo hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum hjá Manchester United sem mun halda honum hjá félaginu til ársins 2021.

Rojo gekk til liðs við United árið 2014 frá Sporting Lissabon fyrir 16 milljónir punda. Hann hefur unnið FA bikarinn, Deildarbikarinn og Evrópubikarinn á tíma sínum hjá félaginu.

Rojo hefur verið töluvert frá vegna meiðsla í vetur en hann hefur einungis spilað 10 leiki með liði sínu á tímabilinu. Fyrir það var hann fastamaður í liði Jose Mourinho sem hefur mikið álit á kappanum.

„Marcos er alltaf tilbúinn að fórna sér fyrir þetta lið. Hann hefur styrkt sig mikið undanfarin tímabil," sagði Mourinho eftir fréttirnar af undirskrift Rojo.
Athugasemdir
banner
banner