fös 16. mars 2018 16:10
Magnús Már Einarsson
Þorvaldur Örlygs í Pepsi-mörkunum í sumar
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla, verður einn af sérfræðingunum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar.

Þorvaldur hefur áður verið sérfræðingur í Pepsi-mörkunum og hann snýr nú aftur á skjáinn.

Fyrr í vikunni var tilkynnt að Hjörvar Hafliðason verði ekki áfram sérfræðingur í þáttunum og í dag tilkynnti þáttastjórnandinn Hörður Magnússon að Óskar Hrafn Þorvaldsson verði ekki með sökum anna sem þjálfari hjá Gróttu.

Sérfræðingarnir hafa verið kynntir til leiks í vikunni en þeir verða fleiri en undanfarin ár. Samtals verða sérfræðingarnir sex talsins í sumar.

Boðaðar hafa verið að miklar breytingar verði á þættinum, meðal annars þegar kemur að grafík og leikgreiningum.

Þá munu leikmenn og þjálfarar koma í settið en Rúnar Kristinsson verður gestur í fyrsta þætti.

Sérfræðingar Pepsi-markanna í sumar
Freyr Alexandersson
Gunnar Jarl Jónsson
Hallbera Guðný Gísladóttir
Indriði Sigurðsson
Reynir Leósson
Þorvaldur Örlygsson





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner