Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. mars 2018 22:00
Ingólfur Stefánsson
Welbeck gæti fengið bann fyrir dýfuna
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck mun komast að því á mánudaginn hvort að hann muni fara í bann vegna dýfu sem hann tók í 3-1 sigri Arsenal á AC Milan í gærkvöldi.

Welbeck lét sig detta eftir tæklingu frá Ricardo Rodriguez vinstri bakverði Milan og fiskaði vítaspyrnu sem hann skoraði sjálfur úr.

Aganefn á vegum UEFA mun skoða atvik úr leikjum gærdagsins.

Arsene Wenger þjálfari Arsenal sagðist ekki hafa séð atvikið nægilega vel eftir leikinn en sagðist ætla að horfa á endursýningar.

„Ég mun segja honum hvað mér finnst um slík athæfi ef að hann dýfði sér. Engar áhyggjur," sagði Wenger.

Arsenal drógust gegn CSKA Moskvu í 8 liða úrslitunum og munu leika fyrri leikinn gegn þeim þann 5. apríl næstkomandi á heimavelli.

Sjá einnig: Sjáðu dýfu Danny Welbeck gegn Milan
Athugasemdir
banner
banner