Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. apríl 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Casillas: Slæmt gengi Barcelona telur ekkert í kvöld
Iker Casillas.
Iker Casillas.
Mynd: Getty Images
Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segir að slæmt gengi Barcelona undanfarið muni vega lítið sem ekkert þegar liðin mætast í úrslitum spænska bikarsins í kvöld.

Barcelona tapaði 1-0 gegn Granada í deildinni á laugardag og datt úr leik í Meistaradeildinni gegn Atletico Madrid í síðustu viku.

Þó að Barcelona hafi upplifað slæm úrslit undanfarnar vikur býst Casillas við erfiðum leik.

,,Persónulega treysti ég engu sem við höfum séð frá Barcelona í vikunni, þrátt fyrir töp í Meistaradeildinni og deildinni," sagði Casillas við AS.

,,Liðin eru á mjög ólíkri siglingu en það getur allt breyst í úrslitaleik. Þetta verður erfiður og spennandi leikur:"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner