Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 16. apríl 2014 17:52
Elvar Geir Magnússon
England - Byrjunarlið: Aguero byrjar hjá Man City
Sergio Aguero er í byrjunarliði Manchester City.
Sergio Aguero er í byrjunarliði Manchester City.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verða þeir sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Manchester City freistar þess að halda sér inni í titilbaráttunni þegar liðið mætir Sunderland, sem er í bullandi fallbaráttu. Bæði lið gætu vel notað stigin þrjú.

Eins og allir fótboltaáhugamenn vita er Yaya Toure á meiðslalistanum hjá Manchester City. David Silva er ekki með (smævægileg ökklameiðsli) en Sergio Aguero er klár í slaginn. Phil Bardsley, varnarmaður Sunderland, hefur afplánun á tveggja leikja banni.

Byrjunarlið Manchester City: Hart, Zabaleta, Kompany (f), Demichelis, Kolarov, Milner, Garcia, Fernandinho, Nasri, Aguero, Negredo

Byrjunarlið Sunderland: Mannone; Vergini, O'Shea, Brown, Alonso; Cattermole, Colback; Johnson, Larsson, Borini; Wickham

Þá vonast Everton til að fara aftur upp í Meistaradeildarsæti þegar liðið mætir Crystal Palace, sem er á góðri leið með að bjarga sér frá falli undir stjórn Tony Pulis.

Phil Jagielka er enn að glíma við nárameiðsli svo hinn ungi John Stones verður áfram í hjarta varnarinnar. Steven Pienaar er einnig á meiðslalistanum en gæti tekið þátt í lokaleikjunum.

Byrjunarlið Everton: Howard, Coleman, Stones, Distin, Baines, Deulofeu, Barry, Barkley, McGeady, Mirallas, Lukaku

Byrjunarlið Crystal Palace: Speroni, Mariappa, Delaney, Dann, Ward, Jedinak, Ledley, Bolasie, Puncheon, Chamakh, Jerome
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner