Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. apríl 2014 20:40
Elvar Geir Magnússon
England: Óvænt - Man City gerði jafntefli og Everton tapaði
Connor Wickham fagnar fyrra marki sínu.
Connor Wickham fagnar fyrra marki sínu.
Mynd: Getty Images
Mile Jedinak og Jose Campana.
Mile Jedinak og Jose Campana.
Mynd: Getty Images
Titilvonir Manchester City minnkuðu eftir að liðið gerði jafntefli gegn Sunderland á heimavelli sínum. Sunderland er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og hefðu bæði lið þurft á sigri að halda.

Fernandinho kom Manchester City yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik en Sergio Aguero átti stoðsendinguna.

Connor Wickham jafnaði af stuttu færi á 73. mínútu, var réttur maður á réttum stað eftir fyrirgjöf frá Emanuele Giaccherini. Verðskuldað mark.

Eftir þetta mark lagðist Sunderland í skotgrafirnar en skoraði eftir skyndisókn á 83. mínútu og aftur var það Wickham.

Manchester City jafnaði á 88. mínútu með marki sem skráist algjörlega á Vito Mannone markvörð Sunderland sem átti klárlega að verja en inn fór boltinn. Lokatölur 2-2. Úrslit sem gera ekki mikið fyrir þessi tvö lið. City er sex stigum á eftir toppliði Liverpool og á leik til góða.

Crystal Palace fór upp í ellefta sæti með 3-2 útisigri á Everton og er öruggt með sæti sitt. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Everton sem hafði unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum. Liðið er því stigi á eftir Arsenal sem situr í fjórða sætinu.

Manchester City 2 - 2 Sunderland
1-0 Fernandinho ('2 )
1-1 Connor Wickham ('73 )
1-2 Connor Wickham ('83 )
2-2 Samir Nasri ('88 )

Everton 2 - 3 Crystal Palace
0-1 Jason Puncheon ('23 )
0-2 Scott Dann ('49 )
1-2 Steven Naismith ('61 )
1-3 Cameron Jerome ('73 )
2-3 Kevin Mirallas ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner