Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 16. apríl 2014 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Megum fara að sjá sólina gulari og grasið grænna
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins á Víkingum er liðin mættust í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld en Breiðablik mætir Þór í undanúrslitunum. Gunnleifur var ánægður með frammistöðu liðsins og segist þá spenntur fyrir komandi sumri.

,,Hún var ágæt, við höfum oft spilað betur en það er alltaf gaman að vinna 1-0 og vinnslan var góð sérstaklega í seinni hálfleik. Fín holning á þessu heilt yfir litið," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í kvöld.

,,Vinnsla og hlaupageta og vilji það var aðallega það. Víkingar eru baráttulið sem vilja hlaupa mikið og fara í contact og svona og við mættum því og gerðum það ágætlega."

,,Við erum með nokkra mjög flinka og spræka leikmenn sem geta slátrað leikjum hvenær sem er."

,,Það er alltaf erfitt að spila við Þór, sama hvar og hvenær. Það er komin tilhlökkun þó svo það sé snjór úti, spenna og gleði og núna verðum að sjá sólina verða gulari og grasið grænna og þá verðum við klárir,"
sagði hann enn fremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner