Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. apríl 2014 18:00
Elvar Geir Magnússon
Gylfi gerir góðverk
Gylfi prófar æfingakerfið.
Gylfi prófar æfingakerfið.
Mynd: Tottenham
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson aðstoðar góðgerðarsamtök Tottenham sem styrkja nýtt æfingakerfi fyrir fólk sem er að ná sér eftir krabbamein.

Macmillan Cancer Support stendur fyrir æfingakerfinu og hjálpar fólki að takast á við aukaverkanir sem fylgja baráttunni við krabbamein og meðferðinni sem því fylgir.

Krabbameinssjúklingar fá ókeypis æfingar en kerfið Gylfi var mættur sem fulltrúi Tottenham þegar kerfið var sett af stað .

„Félagið hefur aðstoðað við að vekja athygli á þessu máli á tímabilinu og í leiknum gegn Fulham verðum við með sérstakar auglýsingar á búningnum. Það er mikilvægt að fólk sem er að jafna sig eftir krabbamein geri æfingar sem hjálpar þeim að jafna sig," sagði Gylfi við enska fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner