Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 16. apríl 2014 22:35
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns: Reynum að semja við Doumbia
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst við góðir í þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

,,Við vorum góðir í fyrri hálfleik og létum boltann ganga vel innan liðsins. Við vorum að skapa okkur færi og svo lentum við í smá mótlæti í byrjun seinni hálfleiks. En við unnum okkur út úr því og komum okkur aftur inn í leikinn og unnum þetta sanngjarnt gegn mjög sterku Stjörnuliði sem okkur hefur ekki gengið vel hér á gervigrasinu."

Róbert Örn Óskarsson markvörður FH fór af velli í byrjun seinni hálfleiks vegna meiðsla. Heimir á ekki von á að meiðslin séu alvarleg.

,,Sjúkraþjálfarinn kíkir á þetta og svo metum við það. En gamli, Stjáni Finnboga, kom inná og stóð sig mjög vel," sagði Heimir en endist Stjáni mun lengur en hann? ,,Skrokkurinn á honum er í fínu lagi en hann er ekkert sérstakur á mér."

FH leitar að varnarmanni og hefur gert í allan vetur. Nú styttist í mót og hver er staðan á því?

,,Það er vonandi að það geti gerst fljótlega en við viljum flýta okkur hægt. Við vorum ánægðir með leik liðsins í kvöld og þurfum bara að halda áfram."

Kassim Doumbia, miðvörður frá Malí sem hefur leikið í Belgíu undanfarin ár var í skoðun hjá FH á dögunum og spilaði æfingaleik gegn Selfossi. Heimir vill fá hann í liðið.

,,Hann stóð sig vel og við erum að reyna að semja við hann. En það er eins og í þessum bransa, það er aldrei neitt öruggt fyrr en búið er að klára öll mál og það er ekki búið ennþá."
Athugasemdir
banner
banner