Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 16. apríl 2014 22:39
Birgir H. Stefánsson
Kristján Guðmunds: Látum veiða okkur í gildru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög góð byrjun,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leik við Þór í kvöld á Akureyri þar sem liðið hans datt út úr Lengjubikarnum, en framlengja varð leikinn eftir að hann endaði 2-2. „Við vorum komnir 2-0 yfir eftir sex mínútur og vorum með þennan leik alveg í hendi okkar, spiluðum bara mjög vel.“

Eftir innan við 20. mínútna leik fékk Halldór Kristinn Halldórsson rautt spjald eftir einhver samskipti við Atla Jens Albertsson í vörn Þórs en þetta atriði virtist mikil vendipunktur í þessum leik.
„Já, þetta var mjög athyglisverður dómur en ég sé ekki hvað gerist frekar en einhver annar. Við látum bara þarna veiða okkur í ákveðna gildru sem við eigum að forðast, það er eina sem ég les út úr því. Þetta er mjög afdrifaríkur dómur og menn þurfa að hafa sitt á hreinu þegar þeir dæma svona.“

Hrindingar voru nokkuð vinsælt umræðuefni í kringum Pepsi-deildina síðasta sumar og afar misjafnt hvort að menn telji svona lagað verðskulda rautt spjald, verðskuldaði þetta rautt spjald? „Ég get í raun ekki svarað þessu öðruvísi en að við látum veiða okkur í gildru hérna. Svona fór það og þetta skiptir miklu máli. Samt sem áður erum við inni í þessum leik allan tímann. Eina færið sem þeir fá í seinni hálfleik er eftir að þeir jafna úr vítaspyrnu eftir vafasaman dóm. Við erum þokkalega sáttir með frammistöðuna en við fáum ekkert út úr henni.“

Má búast við einhverjum breytingum eða er þetta hópurinn sem Keflavík fer með inn í Íslandsmótið?
„Þetta er hópurinn. Þetta er mjög flott lið, góður hópur og við erum alls óhræddir að fara inn í mótið með þennan mjög góða hóp“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner