Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. apríl 2014 18:02
Elvar Geir Magnússon
Liverpool bjartsýnt á að Sturridge spili gegn Norwich
Daniel Sturridge í leik með Liverpool.
Daniel Sturridge í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimasíðu Liverpool er bjartsýni hjá félaginu um að Daniel Sturridge verði orðinn klár fyrir leikinn gegn Norwich á sunnudag.

Sturridge var tekinn af velli á 66. mínútu í 3-2 sigrinum gegn Manchester City síðasta sunnudag þar sem óttast var um meiðsli aftan í læri.

Skoðun hefur leitt í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg og líkur á að Sturridge spili á Carrow Road. Það eru góðar fréttir fyrir Liverpool enda Sturridge verið frábær á tímabilinu.

Hann hefur skorað 23 mörk á tímabilinu, þar á meðal 20 í deildinni. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á fjóra leiki eftir.

Liverpool er tveimur stigum á undan Chelsea og ljóst að ef þeir rauðu vinna þá leiki sem eftir eru munu þeir hampa sínum fyrsta enska meistaratitli síðan 1990.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner