Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. apríl 2014 22:38
Elvar Geir Magnússon
Svíþjóð: Slæm byrjun hjá Íslendingaliðinu Halmstad
Guðmann lék sinn fyrsta leik fyrir Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni.
Guðmann lék sinn fyrsta leik fyrir Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem tapaði fyrir Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Halmstad fer illa af stað á tímabilinu en liðið hefur aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum og vermir botnsætið.

Guðmann Þórisson lék sínar fyrstu mínútur með Mjallby þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Norrköping. Guðmann kom inn sem varamaður í hálfleik.

Mjallby komst yfir en missti mann af velli með rautt spjald rétt fyrir hlé. Í kjölfarið var ákveðið að láta Guðmann inn. Norrköping jafnaði á 80. mínútu en Mjallby er með tvö stig að loknum fjórum leikjum.

Arnór Ingvi Traustason er enn á meiðslalistanum hjá Norrköping og hefur ekki komið við sögu á tímabilinu. Liðið er í áttunda sæti með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner