Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. apríl 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Tata Martino: Ef bæði lið spila vel þá vinnum við
Gerardo Martino, þjálfari Barcelona.
Gerardo Martino, þjálfari Barcelona.
Mynd: Getty Images
Tata Martino, þjálfari Barcelona, telur að ef sínir menn nái að sýna sínar bestu hliðar í kvöld þá muni liðið leggja Real Madrid. Liðin mætast í úrslitum spænska bikarsins í kvöld en þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu.

Börsungar hafa unnið hina tvo leikina.

„Ef við spilum vel í þessum leik þá vinnum við. Það er ekki flókið. Þetta er leikur um titil, úrslitaleikur, og við þurfum að vinna," segir Martino en Börsungum hefur gengið illa að undanförnu.

„Við þurfum að laga það sem hefur farið illa í fortíðinni en getum ekki breytt henni. Við verðum bara að leggja mikið á okkur."

Real Madrdi er án Cristiano Ronaldo í kvöld og Börsungar sigurstranglegri.

„Ronaldo er einn sá besti í heimi og auðvitað er liðið betra með hann innanborðs. En allir leikmenn þurfa að skila meiru til að gera liðið betra," segir Martino.
Athugasemdir
banner
banner
banner