Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. apríl 2014 11:35
Elvar Geir Magnússon
Þrjú félög sektuð - „Gulls ígildi að hafa góðan liðsstjóra"
Nokkur íslensk félög hafa ekki verið dugleg við að fylgjast með spjaldasöfnun sinna leikmanna.
Nokkur íslensk félög hafa ekki verið dugleg við að fylgjast með spjaldasöfnun sinna leikmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og við greindum frá á dögunum þá urðu breytingar á leikjum í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins eftir að Ólafur Páll Snorrason lék ólöglegur með FH í 3-2 sigri gegn Fjölni.

FH-ingar voru sektaðir um 100 þúsund krónur og sviptir stigunum þremur.

Fram notaði Aron Þórð Albertsson í 3-0 sigri gegn BÍ/Bolungarvík á dögunum en Aron átti að taka út leikbann í leiknum

„Að hafa góðan liðsstjóra sem fylgist með spjöldunum og þekkir reglurnar í Lengjubikarnum er gulls ígildi. Þrjú stig í hús...," skrifaði BÍ/Bolungarvík á Facebook síðu sína.

Þá var KV með ólöglegan leikmann í 2-2 jafntefli gegn Víkingi Reykjavík og Víkingum því dæmdur 3-0 sigur þar.

8-liða úrslit Lengjubikarsins fara af stað í kvöld en þeim lýkur á morgun.

Lengjubikar karla 8-lið úrslit:

Í kvöld miðvikudag:
18:00 Þór - Keflavík (Boginn)
19:00 Breiðablik - Víkingur R (Fífan)
19:00 Stjarnan - FH (Samsung völlurinn)

Á morgun Skírdag:
13:00 KR - Fylkir (KR-völlur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner