Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 16. apríl 2015 20:07
Daníel Freyr Jónsson
Lengjubikarinn: ÍA valtaði yfir Fjölni - Víkingar slógu FH út
Pape Mamadou Faye skoraði fyrir Víking sem komst áfram.
Pape Mamadou Faye skoraði fyrir Víking sem komst áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍA fór auðveldlega í undanúrslit Lengjubikarsins eftir að hafa lagt Fjölni að velli. Sigur Skagamanna var aldrei í hættu og endaði leikurinn 5-1.

Staðan var þegar orðin 3-0 í hálfleik og bættu Skagamenn við tveimur mörku í síðari hálfleik áður en Ragnari Leóssyni tókst að minnka metin í blálokin. Arsenij Buinickij skoraði þrennu fyrir ÍA og Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoraði tvö.

Á sama tíma mættust FH og Víkingur. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þarf því að grípa til framlengingar.

Varnarmaðurinn skrautlegi Kassim Doumbia kom FH yfir eftir fast leikatriði í fyrri hálfleik. Pape Mamadou Faye komst nálægt því að jafna metin fyrr leikhlé, en Róbert Örn Óskarsson í marki FH varði vel.

Pape sá hinsvegar við Róberti um miðjan síðari hálfleik þegar hann skallaði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf og reyndist það lokamarkið í venjulegum leiktíma og var því gripið til vítaspyrnukeppni.

Kristján Finnbogason var settur í rammann hjá FH undir lokin fyrir vítaspyrnukeppnina. Sú breyting virkaði ekki fyrir FH þar sem Víkingar unnu vítaspyrnukeppnina 4-1. Markvörðurinn Denis Cardaklija reyndist hetjan, en hann varði tvær spyrnur FH-inga.

Víkingur 1 - 1 FH (4-1 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Kassim Doumbia ('29)
1-1 Pape Mamadou Faye ('69)

ÍA 5 - 1 Fjölnir
1-0 Arsenij Buinickij (´7)
2-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (´27)
3-0 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('44)
4-0 Arsenij Buinickij ('48)
5-0 Arsenij Buinickij ('79)
5-1 Ragnar Leósson ('90)

Athugasemdir
banner
banner
banner