mán 16. apríl 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alonso gæti misst af undanúrslitunum vegna fólskubrots
Mynd: Getty Images
Chelsea gæti farið í undanúrslitaleik sinn gegn Southampton í FA-bikarnum án bakvarðarins Marcos Alonso.

Það er vegna þess að enska knattspyrnusambandið er að skoða það hvort dæma eigi leikmanninn í bann eftir fólskulega tæklingu hans á Shane Long, sóknarmanni Southampton, um liðna helgi.

Alonso slapp við refsingu frá Mike Dean, dómara leiksins, en knattspyrnusambandið fer nú yfir málið að sögn Mirror

Mark Hughes, stjóri Southampton var afar ósáttur við brotið sem honum fannst verðskulda beint rautt spjald. Southampton goðsögnin Matt Le Tissier var einnig mjög ósáttur.

„Alonso er bara að hugsa um eitt og það er að meiða Shane Long og Mike Dean er að horfa beint á þetta" sagði Le Tissier.

„Er til verri dómari en Mike Dean?" skrifaði Le Tissier svo á Twitter.

Chelsea og Southampton mætast næskomandi sunnudag en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Manchester United og Tottenham.



Athugasemdir
banner
banner