banner
   mán 16. apríl 2018 08:00
Gunnar Logi Gylfason
Arsene Wenger óánægður með að VAR verði ekki notað í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir það slæma ákvörðun að hafna notkun VAR, eða myndbandsdómara, eftir 2-1 tap sinna manna gegn Newcastle í gær.

Arsenal-menn vildu fá víti þegar boltinn fór í hönd Jamaal Lascelles, fyrirliða Newcastle, í gær.

„Við erum á eftir heiminum," sagði Frakkinn.

„Enska úrvalsdeildin hefur aftur ákveðið að nota ekki VAR myndbandsupptökukerfið og mér finnst það vera mjög, mjög slæm ákvörðun."

Eftir tapið er Arsenal sex stigum á eftir Chelsea og aðeins tveimur stigum á undan Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner